Gáfnaljós.is er netverslun sem stefnir að því að vera leiðandi í sölu á snjöllum og krefjandi leikföngum sem eru hönnuð til að ýta undir áhuga á tækni og vísindum og eykur þekkingu og getu í gegnum leik og skemmtun. Öll okkar leikföng eru flokkuð sem “STEM” leikföng en það er skammstöfun fyrir Science, Technology, Engineering og Mathematics (Vísindi, Tækni, Verkfræði og Stærðfræði).

Netverslunin Gáfnaljós.is er í eigu Nordic Distribution Partners ehf. sem er lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á snjöllum leikföngum sem efla þekkingu, námsvilja og sköpunargáfu svo fátt eitt sé nefnt. Ástríða okkar fyrir þessari tegund leikfanga er til komin af því að við erum öll foreldar sem viljum betra úrval og aðgengi að svona leikföngum fyrir okkar eigin börn – í eigendahópnum eru meðal annars kennari, forritari og kerfisstjóri.

Ef þú veist ef einhverju snjöllu leikfangi sem við ættum að bjóða uppá þá máttu endilega senda okkur línu á gafnaljos@gafnaljos.is

Hafa Samband
Netfang: gafnaljos@gafnaljos.is
Það er líka mjög gott að hafa beint samband við okkur á Fésbókarsíðunni okkar.

Opnunartími
Netverslunin er eðlilega opin allan sólahringinn
Ef þú vilt heimsækja skrifstofuna þarftu að mæla þér mót þar sem það er ekki alltaf einhver við.
Símanum svörum við að sjálfsögðu alltaf eða hringjum til baka  🙂

Gáfnaljós – Skrifstofa
Hlíðasmári 6 – 5. hæð
201 Kópavogur
S: 787 2900

Nordic Distribution Partners ehf.
Kt: 550514-0870
Vsk nr. 117778